Arsenal er að festa kaup á Eberechi Eze kantmanni Crystal Palace fyrir um 68 milljónir punda. Koma Eze gerir marga stuðningsmenn Arsenal spennta.
Eze var á leið til Tottenham þegar Arsenal stökk til vegna meiðsla Kai Havertz.
Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur fengið mikla fjármuni til að kaupa leikmenn undanfarið og stuðningsmenn félagsins farnir að þyrsta í titil.
Arsenal vann síðast bikar sumarið 2020 þegar liðið vann enska bikarinn á COVID-tímum en Arteta var þá stjóri liðsins.
Frá þeim tíma hefur Arteta fengið að kaupa leikmenn fyrir milljarð punda og talsverð pressa farin að byggjast upp að hann fari að skila titlum.
Enginn þjálfari í heiminum hefur fengið að eyða jafn miklu frá síðasta titli eins og sjá má hér að neðan.