Bikarúrslitaleikur karla fer fram annað kvöld en um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð á Íslandi á hverju ári, RÚV er með sýningarréttinn af bikarnum.
Viðburðurinn er að því virðist ekki ýkja merkilegur í bókum RÚV og verður ekki sýndur á aðalrás þeirra, þess í stað verður hann á RÚV2.
Leikurinn á milli Vals og Vestra hefst klukkan 19:00 á morgun og hefði þurft að hliðra til fréttatímanum til að hafa hann á aðalrásinni.
Snorri Kristleifsson bendir á þetta á X-inu en í allt sumar var fréttatími sjónvarpsins færður til og allir leikir á Evrópumóti kvenna sýndir á aðalrás RÚV.
„Frakkland-Wales kvenna fékk aðalrásina í sumar,“ segir Snorri meðal annars í færslum sínum á X-inu.
FH og Breiðablik mættust í bikarúrslitum kvenna fyrir tæpri viku og var sá leikur á aðalrás RÚV en strákarnir verða að láta það duga að vera settir á hliðarrásina.
Vestri er á leið í bikarúrslit í fyrsta sinn og mæta toppliði Bestu deildarinnar, því er um að ræða nokkuð merkilegan atburð.
Bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn fær eðlilega ekki pláss á aðalrásinni pic.twitter.com/EGuvf38QDi
— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) August 20, 2025