fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

433
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bikarúrslitaleikur karla fer fram annað kvöld en um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð á Íslandi á hverju ári, RÚV er með sýningarréttinn af bikarnum.

Viðburðurinn er að því virðist ekki ýkja merkilegur í bókum RÚV og verður ekki sýndur á aðalrás þeirra, þess í stað verður hann á RÚV2.

Leikurinn á milli Vals og Vestra hefst klukkan 19:00 á morgun og hefði þurft að hliðra til fréttatímanum til að hafa hann á aðalrásinni.

Snorri Kristleifsson bendir á þetta á X-inu en í allt sumar var fréttatími sjónvarpsins færður til og allir leikir á Evrópumóti kvenna sýndir á aðalrás RÚV.

„Frakkland-Wales kvenna fékk aðalrásina í sumar,“ segir Snorri meðal annars í færslum sínum á X-inu.

FH og Breiðablik mættust í bikarúrslitum kvenna fyrir tæpri viku og var sá leikur á aðalrás RÚV en strákarnir verða að láta það duga að vera settir á hliðarrásina.

Vestri er á leið í bikarúrslit í fyrsta sinn og mæta toppliði Bestu deildarinnar, því er um að ræða nokkuð merkilegan atburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“