fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski knattspyrnumaðurinn Luca Aluisi er látinn, aðeins 30 ára gamall, eftir að hann féll í yfirlið heima hjá móður sinni og lést skömmu síðar.

Aluisi átti að mæta á á sína fyrstu æfingu með liði ASD Castell’Azzara miðvikudaginn 20. ágúst. En samkvæmt heimildum úr ítölskum fjölmiðlum byrjaði hann að finna fyrir óþægindum daginn áður, þriðjudaginn 19. ágúst, og missti meðvitund heima hjá sér.

Viðbragðsaðilar komu strax á vettvang, en þrátt fyrir aðhlynningu tókst ekki að bjarga lífi hans.

ASD Castell’Azzara birti tilkynningu í kjölfarið þar sem félagið lýsir djúpri sorg vegna fráfalls leikmannsins.

„ASD Castell’Azzara er miður sín eftir sorgleg tíðindi um andlát Luca Aluisi. Þessi ungi maður, aðeins 30 ára, var tilbúinn að klæðast treyju félagsins og hefja nýtt íþróttaævintýri af mikilli ákefð,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk