fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er vel stemmdur fyrir umspilseinvíginu gegn Virtus frá San Marínó um sæti í Sambandsdeildinni.

„Ég er mjög peppaður. Við erum staðráðnir í að eiga orkumikla og góða frammistöðu á morgun sem mun leiða af sér góð úrslit,“ segir hann í samtali við 433.is, en fyrri leikurinn fer fram í Kópavogi á morgun.

video
play-sharp-fill

Blikar þekkja þessa stöðu vel, en þeir fóru í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrir tveimur árum. Hjálpar það þeim nú?

„Það er kannski gott upp á spennustigið, að vita að þetta eru tveir leikir og að einvígið er ekki að fara að vinnast á fyrstu tíu mínútunum. Við þurfum að halda kúlínu og stjórn á leiknum.“

Virtus er fremur óþekkt stærð frá lágt skrifuðu fótboltalandi. En það ber ekki að vanmeta liðið.

„Maður veit auðvitað ekki mikið um þetta lið og það er ekki hátt skrifað. En þeir eru komnir á þetta stig og trú getur flutt fjöll. Ég veit að þeir mæta líka vel peppaðir.“

Blikar hafa ekki unnið leik í meira en mánuð og var Höskuldur spurður út í þetta erfiða gengi.

„Það er öllu verra ef það eru slæm úrslit í kjölfar lélegrar frammistöðu. Ef við lítum til dæmis til Valsleiksins getur þú alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert, því þetta var bara flott frammistaða en datt ekki. Öllu alvarlegri er frammistaða eins og gegn FH.“

Ítarlegt viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
Hide picture