AC Milan hefur nú beint sjónum sínum að Victor Boniface í leit að nýjum framherja, að því er fram kemur hjá Sky á Ítalíu.
Félagið hefur ákveðið að hætta að eltast við Rasmus Hojlund framherja United sem var efins um tilboð ítalska félagsins.
Hojlund var ekki sannfærður um lánstilboð frá Milan sem innihélt kauprétt.
Í kjölfarið hefur Milan sent Bayer Leverkusen formlegt tilboð í Boniface og eru allar aðilar bjartsýnar á að samkomulag náist.
Gert er ráð fyrir að Boniface fari til Milan á láni með kauprétt upp á nærri 26 milljónir punda.