Flestir af þeim sem fylgjast með ensku úrvalsdeildinni taka þátt í Fantasy leikjum og flestir taka þátt í leiknum sem deildin sjálf er með.
Þar taka milljónir einstaklinga þátt og nú er hægt að sjá hvaða félagaskipti flestir eru að gera.
Flestir eru að kaupa Tijjani Reijnders miðjumann Manchester City en tæplegar 900 þúsund spilarar hafa fest kaup á honum eftir mark í fyrstu umferð.
Margir hafa líka fest kaup á Hugo Ekiteke framherja Liverpool eða tæp hálf milljón spilara hafa keypt hann.
Á sama tíma eru flestir að losa sig við Florian Wirtz miðjumann Liverpool en tæplegar 400 þúsund hafa selt hann úr sínu liði eftir fyrstu umferð.