Það er ekki möguleiki á því að Joshua Zirkzee yfirgefi Manchester United í sumar, þrátt fyrir sögusagnir þess efnis.
Sóknarmaðurinn gekk í raðir United í fyrra frá Bologna og átti ekkert sérstakt fyrsta tímabil. Ruben Amorim, stjóri liðsins, vill þó hafa hann áfram.
Zirkzee er ekki með fast sæti í liði United og ítalskir miðlar höfðu orðað hann við endurkomu til Ítalíu. Fabrizio Romano segir ekkert til í slíkum fréttum.
Hollendingurinn er samningsbundinn á Old Trafford í fjögur ár til viðbótar.
🚨🚫 Manchester United consider Joshua Zirkzee not for sale this summer.
Decision made by the board and Rúben Amorim months ago, never in talks with any Italian club. pic.twitter.com/bhPCjNnvM1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2025