fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand telur möguleika vera á því að Viktor Gyokeres muni ekki ná sínu besta fram í enska boltanum og að verðmiðinn á honum hafi mögulega verið of hár.

Ferdinand tekur þó fram að of snemmt sé að fella stóra dóm eftir fyrstu umferð þar sem Gyokeres var nokkuð slakur í 1-0 sigri liðsins á Manchester United.

Gyokeres hefur raðað inn mörkum í Portúgal síðustu ár. „Ég hef ekki séð nóg til að réttlæta þennan verðmiða og miðað við frammistöðuna gegn United liði sem er ekki tilbúið. Ég sá ekkert þar,“ sagði Ferdinand.

„Það þarf að skoða hverjir eru hans bestu eiginleikar til að skapa vandamál, hann vill hlaupa í svæðin og virðist njóta þess. Hann hefur líkamlega burði í það.“

„Hann mun komast í betra form, en vantar Arsenal mann til að hlaupa í svæðin?.“

„Arsenal mun vilja haf hann í teignum til að klára færin þar, Odegaard og Saka geta skapað usla og koma boltanum fyrir, þar hefur Arsenal vantað mann til að klára hlutina.“

„Hann verður að fá tíma til að sanna sig, það er ekki hægt að henda í stóra dóminn eftir fyrsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nafngreina meintan rasista – Hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu

Nafngreina meintan rasista – Hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kostulegt augnablik hjá eiganda Chelsea – „Legðu símann frá þér“

Kostulegt augnablik hjá eiganda Chelsea – „Legðu símann frá þér“
433Sport
Í gær

Ísland sigurvegari á fjögurra liða móti

Ísland sigurvegari á fjögurra liða móti
433Sport
Í gær

Styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru með viku kærleikans hjá Fram

Styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru með viku kærleikans hjá Fram