Rio Ferdinand telur möguleika vera á því að Viktor Gyokeres muni ekki ná sínu besta fram í enska boltanum og að verðmiðinn á honum hafi mögulega verið of hár.
Ferdinand tekur þó fram að of snemmt sé að fella stóra dóm eftir fyrstu umferð þar sem Gyokeres var nokkuð slakur í 1-0 sigri liðsins á Manchester United.
Gyokeres hefur raðað inn mörkum í Portúgal síðustu ár. „Ég hef ekki séð nóg til að réttlæta þennan verðmiða og miðað við frammistöðuna gegn United liði sem er ekki tilbúið. Ég sá ekkert þar,“ sagði Ferdinand.
„Það þarf að skoða hverjir eru hans bestu eiginleikar til að skapa vandamál, hann vill hlaupa í svæðin og virðist njóta þess. Hann hefur líkamlega burði í það.“
„Hann mun komast í betra form, en vantar Arsenal mann til að hlaupa í svæðin?.“
„Arsenal mun vilja haf hann í teignum til að klára færin þar, Odegaard og Saka geta skapað usla og koma boltanum fyrir, þar hefur Arsenal vantað mann til að klára hlutina.“
„Hann verður að fá tíma til að sanna sig, það er ekki hægt að henda í stóra dóminn eftir fyrsta leik.“