Samkvæmt fréttum á Spáni er Manchester United farið að eltast við Lucien Agoume miðjumann Sevilla. Félagið gafst upp því að kaupa Carlos Baleba frá Brighton.
Agoume hefur svipaðan leikstíl og Baleba, gríðarlega hlaupagetu og mikinn kraft. Það er eitthvað sem Ruben Amorim vill fá í sitt lið.
Agoume er 23 ára gamall og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Frakklands.
Agoume er með klásúlu sem gerir honum kleift að fara fyrir 40 milljónir evra en Baleba kostar rúmar 100 milljónir evra.
Miðjumaðurinn var öflugur á síðasta tímabili í slöku liði Sevilla en hann var í eigu Inter þangað til á síðasta ári.