fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Fer Andre Onana aftur til Inter?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana markvörður Manchester United er í óvissu um framtíð sína hjá félaginu og ítalska stórliðið Inter Milan fylgist náið með stöðu hans. Þetta kemur fram í enskum blöðum í dag.

Onana var ekki í leikmannahópi United þegar liðið tapaði 3-1 gegn Arsenal á opnunardegi ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Stjóri United, Ruben Amorim, sagði eftir leikinn að markmaðurinn hefði ekki verið tekinn út vegna lélegrar frammistöðu, heldur vegna meiðsla sem höfðu komið í veg fyrir að hann tæki þátt í undirbúningstímabilinu.

Óvissa um framtíð Onana hefur þó farið af stað, hún hófst undir lok síðasta tímabils vegna óstöðugrar frammistöðu hans.

Onana, 29 ára, er enn álitinn hetja meðal stuðningsmanna Inter eftir að hafa hjálpað liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023, þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City. Inter telja að markmaðurinn, sem gekk til liðs við United fyrir 47 milljónir punda eftir tapið í Istanbúl, sé opinn fyrir því að snúa aftur til San Siro.

Yann Sommer tók við hlutverki markmanns hjá en hann stóð sig einnig vel þegar Inter komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, þó liðið hafi tapað stórt fyrir Paris Saint-Germain. Eftir þann leik hætti Simone Inzaghi sem þjálfari liðsins og tók við félag Al Hilal.

Christian Chivu tók við sem stjóri og er sagður áhugasamur um að fá nýjan markvörð og horfir til Onana miðað við fréttir.

Fram kemur þó að Inter og Royal Antwerp séu í viðræðum um að fá markmanninn Senne Lammens, sem er einnig á lista Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kostulegt augnablik hjá eiganda Chelsea – „Legðu símann frá þér“

Kostulegt augnablik hjá eiganda Chelsea – „Legðu símann frá þér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Í gær

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Í gær

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“