fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Vardy vill vinna með sínum gamla stjóra

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. ágúst 2025 15:00

Jamie Vardy / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Vardy vill ganga í raðir Celtic og vinna aftur með Brendan Rodgers, sem er stjóri liðsins.

The Sun heldur þessu fram, en Vardy hefur verið án félags frá því samningur hans við Leicester rann út í sumar.

Framherjinn er orðinn 38 ára gamall en vill spila allavega til fertugs og hafa nokkur félög áhuga, þar á meðan ensku úrvalsdeildarfélögin Brentford og West Ham, sem og metnaðarfullar B-deildarliðið Wrexham.

Sjálfur er Vardy þó sagður spenntur fyrir því að fara til Skotlandsmeistaranna, þar sem Rodgers er stjóri. Þeir unnu saman hjá Leicester.

Vardy var hjá Leicester í 13 ár og var stórkostlegur fyrir félagið á þeim tíma. Var hann lykilmaður í Englandsmeistaratitli liðsins árið 2016.

Celtic er á leið í umspil gegn Kairat frá Kasakstan um sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og á að vinna það ef allt fer eftir bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega