Ibrahima Konate er áfram orðaður við Real Madrid, enn það virðist ganga erfiðlega fyrir Liverpool að fá hann til að skrifa undir nýjan samning.
Konate á aðeins ár eftir af samningi sínum á Anfield og vill Liverpool helst ekki missa hann frítt næsta sumar.
Nú segir spænska blaðið Mundo Deportivo að félagið hafi smellt á hann 35 milljóna punda verðmiða, vilji Real Madrid fá hann í þessum mánuði.
Konate hefur verið á mála hjá Liverpool í fjögur ár. Hann byrjaði fyrsta leik tímabilsins gegn Bournemouth á föstudag.