fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 10:00

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane fyrrum fyrirliði hefur látið í sér heyra á nýjan leik og látið hörð orð falla um Manchester United eftir tap liðsins gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Lið Ruben Amorim sýndi þó jákvæð merki, þar sem Mathus Cunha, Bryan Mbeumo og Benjamin Sesko fengu allir tækifæri í breyttri sóknarlínu. Það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir tap á heimavelli.

Ricardo Calafiori skoraði eina mark leiksins með skalla á 13. mínútu eftir mistök frá varamarkverðinum Altay Bayindir, sem reyndust dýr. Þrátt fyrir tapið reyndi Ruben Amorim að halda í jákvætt hugarfar eftir leikinn og sagði: „Við vorum ekki leiðinlegir.“

Það mat var Roy Keane fljótur að setja út á í umræðu á Sky Sports: „Já, ég held að með þessum nýju leikmönnum sem komu inn  og við sáum þá í dag, þá var ég hrifinn,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Manchester United.

„Þeir litu út eins og Man United leikmenn, tilbúnir að takast á við pressuna, góðir karakterar.“

„En við höfum talað um þetta oft áður, það eru vandamál í vörninni. Við heyrum eitthvað um að liðið sé ekki leiðinlegt, en á endanum þarftu að skora mörk til að vinna leiki, annars ertu stöðugt undir pressu.“

„Væntingarnar í kringum félagið eru orðnar svo litlar núna að það virðist sem allir séu sáttir með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tekur fram úr Sterling undir stjórn Guardiola

Haaland tekur fram úr Sterling undir stjórn Guardiola
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland sigurvegari á fjögurra liða móti

Ísland sigurvegari á fjögurra liða móti