Birmingham City hefur gert metnaðarfulla tilraun til að fá Alex Oxlade-Chamberlain til liðs við sig, þar sem félagið stefnir á að berjast um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted eru hjá Birmingham sem er komið aftur upp í næst efstu deild.
Oxlade-Chamberlain, 32 ára og fyrrverandi leikmaður Arsenal og Liverpool, er nú samningsbundinn tyrkneska félaginu Besiktas. Hann væri þó opinn fyrir því að snúa aftur í enska boltann.
Þrátt fyrir áhuga frá liðum í úrvalsdeildinni er líklegt að Besiktas leyfi honum að fara ef rétt tilboð berst frá Birmingham en Chamberlain er komin á fullt eftir smávægileg meiðsli.