fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Viðtal Hjörvars við stórstjörnuna vakti lukku – „Hann var tilbúinn með boxhanskana“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. ágúst 2025 13:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason var staddur á Old Trafford fyrir hönd SÝN Sport í gær er Manchester United tók á móti Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal vann leikinn 0-1 þrátt fyrir fína frammistöðu heimamanna. Hjörvar tók viðtal við fyrirliða United, Bruno Fernandes, að leik loknum. Spurði hann til að mynda út í mistök Altay Bayindir í marki United í eina marki leiksins, en þar virkaði Tyrkinn ekki sannfærandi.

„Þegar maður fær á sig mark þá eru það ekki einstaklingsmistök heldur eru það mistök okkar allra. Það eiga allir þátt í þessu. Það taka allir sína ábyrgð á markinu og ekki meira um það að segja,“ sagði Fernandes hins vegar.

Hjörvar spurði Fernandes einnig hvort 3-4-3 leikkerfi Amorim geti einfaldlega gengið í enska boltanum. „Chelsea vann deildina með þessum hætti undir stjórn Conte, svo ég held að þetta virki,“ sagði Fernandes þá.

Að viðtalinu loknu var skipt yfir í myndver hér heima, þar sem Arnar Gunnlaugsson og Ólafur Kristjánsson voru hjá Kjartani Atla Kjartanssyni.

„Ég var ánægður með spurningarnar frá Hjörvari, hann var tilbúinn með boxhanskana,“ sagði landsliðsþjálafarinn Arnar og hló.

„Það rann alveg rautt United-blóð í æðum spyrilsins,“ skaut Ólafur inn í, en Hjörvar er harður stuðningsmaður United. „Fáum við ekki fleiri spurningar?“ sagði Arnar að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney veður í stjörnuna – „Liverpool þarf að hugsa hvort félagið vilji fá svona leikmann“

Rooney veður í stjörnuna – „Liverpool þarf að hugsa hvort félagið vilji fá svona leikmann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram