fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. ágúst 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho hafnaði því að ganga í raðir Roma þrátt fyrir að United hafi verið reiðubúið að samþykkja tilboð ítalska félagsins.

Frá þessu greina helstu miðlar í dag, en United reynir að losa sig við Sancho, sem og nokkra aðra leikmenn, til að búa til pláss í leikmannahóp sínum og laga bókhaldið.

Roma var til í að greiða United 20 milljónir punda og hefðu Rauðu djöflarnir samþykkt það. Sancho vill hins vegar skoða aðra kosti.

Tyrkneska félagið Besiktas, með Ole Gunnar Solskjær, manninn sem fékk Sancho til United, við stjórnvölinn, hefur einnig áhuga á enska kantmanninum.

Kappinn er til í að skoða þann möguleika síðar meir, en vill sjá hvað annað er í boði þangað til. Glugginn í Tyrklandi lokar um tveimur vikum á eftir helstu deildum Evrópu.

Sancho gekk í raðir United árið 2021 frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir þeim verðmiða.

Á síðustu leiktíð fór Sancho á láni til Chelsea sem greiddi 5 milljóna punda sekt til að þurfa ekki að kaupa hann endanlega að lánsdvölinni lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Í gær

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær