fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Rooney veður í stjörnuna – „Liverpool þarf að hugsa hvort félagið vilji fá svona leikmann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. ágúst 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltagoðsögnin Wayne Rooney segir Alexander Isak, framherja Newcastle, ekki fara rétt að við að reyna að komast frá félaginu.

Isak vill fara til Liverpool og neitar hann að mæta til vinnu hjá Newcastle, þar sem hann hefur slegið í gegn og raðað inn mörkum undanfarin tímabil.

„Það verður mjög erfitt fyrir hann að koma aftur til baka fyrst hann neitar að æfa. Þetta snýst um traust og þetta er ekki rétta aðferðin. Kannski er hann ekki að fá réttu ráðleggingarnar,“ segir Rooney.

Getty Images

„Liverpool þarf líka að hugsa hvort félagið vilji fá svona leikmann, sem vanvirðir liðsféla sína og félag sitt. Það þarf að gera hlutina á réttan hátt.“

Rooney rifjar upp að hann hafi sjálfur lagt fram beiðni um félagaskipti frá Manchester United tímabilið 2010-2011, þegar hann lenti upp á kant við Sir Alex Ferguson, þá stjóra liðsins.

„Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur. Það eru réttar og rangar aðferðir í þessu,“ segir framherjinn fyrrverandi, sem átti eftir að taka U-beygju og vera áfram hjá United í mörg ár til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney þátturinn að hefjast

Rooney þátturinn að hefjast
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram