Manchester United tapaði enn einum leiknum undir stjórn Ruben Amorim, er liðið tók á móti Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
United spilaði vel í leiknum en það dugði ekki til gegn Skyttunum, sem unnu seiglusigur, 0-1. Þetta var 15. tap Amorim sem stjóri United í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var 28. leikur Portúgalans við stjórnvölinn í deildinni síðan hann tók við af Erik ten Hag síðla hausts í fyrra. Enginn hefur verið jafnfljótur að tapa 15 leikjum síðan Paul Hart gerði það með Portsmouth í 27 leikjum árið 2009. Þar eru stjórar nýliða þó ekki taldir með.
Frammistaða United gaf þó mörgum stuðningsmönnum United von um að bjartari tímar væru framundan. Ekki verður erfitt að bæta árangur liðsins frá því á síðustu leiktíð, er liðið hafnaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar.
Amorim sagði sjálfur eftir leikinn í gær að frammistaða liðsins hafi sýnt að liðið geti unnið alla í deildinni.
15 – Ruben Amorim has now lost 15 of his 28 Premier League games (W7 D6) – this is the fastest a manager has reached 15 defeats in the competition, without taking charge of a newly promoted team in that period, since Paul Hart with Portsmouth in 2009 (27 games). Prolonged. pic.twitter.com/hjvJAVCG5M
— OptaJoe (@OptaJoe) August 17, 2025