Jacob Ramsey er orðinn leikmaður Newcastle og kemur til félagsins frá Aston Villa.
Ramsey vildi færa sig um set í sumarglugganum en þetta er 24 ára gamall miðjumaður sem lék 137 leiki í deild fyrir Villa.
Newcastle borgar rúmlega 40 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hefur allan sinn feril spilað með Villa.
Ramsey var vissulega lánaður til Doncaster árið 2020 þar sem hann skoraði þrjú mörk í sjö deildarleikjum.
Miðjumaðurinn lék 45 leiki fyrir Villa á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk.