fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 07:00

Anna prinsessa er systir Karls konungs. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna prinsessa, eina systir Karls Bretakonungs, fagnaði 75 ára afmæli sínu á föstudaginn. Hún hefur alltaf verið þekkt sem duglega prinsessa bresku konungsfjölskyldunnar. Þrátt fyrir að vera komin á eftirlaunaaldur hefur hún ekki í hyggju að hætta að vinna en hún sinnir margvíslegum verkefnum á vegum konungsfjölskyldunnar.

„Ég held ekki að það séu nein eftirlaun í þessu lífi,“ sagði hún fyrr á árinu að sögn BBC.

Hún byrjaði að sinna opinberum verkefnum þegar hún var 18 ára og í dag tengist hún starfi 300 samtaka, þar á meðal góðgerðasamtaka, stofnana og hjá hernum, bæði innanlands og utan.

En líf hennar hefur ekki bara verið dans á rósum, nóg hefur verið af dramatík.

Sumarið 2024 slasaðist hún þegar hún var á hestbaki. Hún hlaut áverka á höfði og fékk heilahristing. BBC segir að hún hafi ekki munað neitt eftir slysinu þegar hún var spurð út í það hálfu ári síðar en hún segir að samt sem áður hafi það kennt henni að „hver dagur sé bónus“.

Hestar hafa alltaf átt hug hennar og hjarta og hún var svo góð í hestaíþróttum að hún keppti á ólympíuleikunum 1976.

Tveimur árum áður lenti hún í mjög svo dramatískum aðstæðum þegar reynt var að ræna henni. Hún var 23 ára og var á leið á góðgerðarsamkomu ásamt eiginmanni sínum, Mark Phillips, þegar veginum var lokað með bíl. Ökumaður bílsins, Ian Ball, steig út vopnaður skammbyssu.

Ball skaut og særði ökumann Önnu, lífvörð hennar og blaðamann sem reyndi að yfirbuga hann. Því næst beindi Ball athygli sinni að Önnu og reyndi að fá hana út úr bílnum en hún var sallaróleg og svaraði honum um hæl: „Not bloody likely“.

Anna og Mark eignuðust tvö börn en skildu að borði og sæng 1989 og fengu lögskilnað 1992.  Anna gekk í hjónaband á nýjan leik það sama ár. Þá giftist hún hermanninum Timothy Laurence og eru þau enn hjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“