fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 03:16

Andrés prins í viðtali við BBC.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Andrésar prins, bróður Karls Bretakonungs, er enn einu sinni í kastljósi fjölmiðla og almennings. Nú vegna nýrrar bókar og heimildarmyndar um prinsinn. Í þeim er meðal annars fjallað um „hræðilega“ framkomu hans gagnvart starfsfólki hans.

Andrés er sagður fara illa með starfsfólk sitt og hafi meðal annars vísvitandi hent þurrkum á gólfið til þess eins að kalla þjónustustúlkur til og láta þær taka þurrkurnar upp.

Þetta kemur fram í bókinni „The Rise and Fall of The House of York“ eftir Andre Lownie.

Í nýrri heimildarmynd Channel 5, „Andrew and Fergie: The Duke and Duchess of Excess“ er fjallað enn nánar um líf Andrésar og meðal annars er rætt við Lownie sem segir meðal annars: „Andrés hefur verið sérstaklega hryllilegur við starfsfólkið, hann virðist ekki líta á það sem venjulegt fólk. Hann kemur fram við það eins og undirmenn sem þurfi að skipa fyrir. Ég held að hann sé mjög sjálfselskur og allt snýst um hann.“

Hann bætti síðan við: „Hann kallar á lífvörðinn sinn til að sækja golfkúlurnar þegar hann er búinn að skjóta þeim niður eftir vellinum, hann kallar á þjónustustúlkur, sem eru fjórum hæðum neðar, til að draga gluggatjöldin frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“