Það var boðið upp á mjög óvænt úrslit í Bestu deild karla í dag er ÍBV spilaði við Val í Vestmannaeyjum.
ÍBV rúllaði yfir toppliðið í þessum leik en honum lauk með 4-0 sigri heimamanna.
Valur er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en nú eiga Breiðablik og Víkingur bæði leik inni.
ÍBV fer upp í sjötta sætið með þessum sigri og er einu stigi frá Fram sem er í efri hlutanum.
Á sama tíma áttust við Stjarnan og Vestri en Stjarnan vann þann leik 2-1 heima.
ÍBV 4 – 1 Valur
1-0 Alex Freyr Hilmarsson
2-0 Sverrir Páll Hjaltested
3-0 Elvis Bwomono
4-0 Hermann Þór Ragnarsson
4-1 Patrick Pedersen(víti)
Stjarnan 2 – 1 Vestri
0-1 Anton Kralj
1-1 Andri Rúnar Bjarnason
2-1 Andri Rúnar Bjarnason