Chelsea hefur orðið fyrir enn einu áfallinu fyrir fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem er gegn Crystal Palace.
Chelsea mun spila við Palace í dag en flautað er til leiks um klukkan 13:00.
Enska stórliðið hefur styrkt sig mikið á markaðnum í sumar en á enn eftir að bæta við miðverði – Jorrel Hato kom vissulega frá Ajax en hann mun líklega spila í vinstri bakverði.
Það var staðfest á dögunum að Levi Colwill væri meiddur og mun ekki spila með Chelsea á þessu ári en hann er einn allra mikilvægasti varnarmaður liðsins.
Nú hefur einnig verið staðfest að Tosin Adarabioyo sé meiddur og verður ekki með gegn Palace í dag.
Útlit er fyrir að meiðsli Tosin séu ekki alvarleg og er hann líklegur til að spila næsta deildarleik.