Eddie Howe, stjóri Newcastle, átti erfitt með að svara spurningu blaðamanns í gær eftir markalaust jafntefli við Aston Villa.
Howe og hans menn voru án Alexander Isak sem er sterklega orðaður við brottför þessa stundina og neitar að spila fyrir félagið.
Howe var spurður út í Isak eftir leik og hans stöðu en var ekki með nein skýr svör fyrir fjölmiðla.
,,Það er erfitt að svara þessari spurningu og ég vona að þetta mál verði leyst sem fyrst,“ sagði Howe.
,,Þetta fylgir okkur allt sme við förum en leikmennirnir ná sem betur fer að loka á sögusagnirnar og standa sig inni á vellinum.“
,,Við þurfum að halda því áfram, við þurfum að glíma við þessa stöðu eins og er.“