Aston Villa 0 – 0 Newcastle
Það var ekki boðið upp á brjálað fjör í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en spilað var á Villa Park.
Aston Villa fékk Newcastle í heimsókn í öðrum leik tímabilsins en honum lauk með markalausu jafntefli.
Newcastle var mun sterkari aðilinn í þessum leik en mistókst að komast yfir jafnvel tíu gegn ellefu.
Ezri Konsa, leikmaður Villa, var rekinn af velli á 66. mínútu en hann fékk þar beint rautt spjald.