Ofurtölvan fræga hefur spáð í spilin fyrir tímabilið á Englandi og spáir því að Liverpool verði meistari þetta árið.
Liverpool mun enda í efsta sæti fyrir ofan Arsenal og Manchester City sem eru í sætunum fyrir neðan.
Arsenal verður í öðru sæti og City í því þriðja en í fjórða sætinu situr Chelsea að mati tölvunnar.
Athygli vekur að Manchester United er mjög neðarlega og mun hafna í 12. sæti og Tottenham í því 14.
Burnley, Leeds og Sunderland eru þau lið sem munu falla ef spáin gengur upp en öll þessi félög komu í efstu deild í vetur.