Það er útlit fyrir það að miðjumaðurinn Carlos Baleba muni ekki yfirgefa Brighton í sumarglugganum.
Athletic greinir frá því að Manchester United sé nú hætti við leikmanninn vegna verðmiðans sem Brighton hefur sett.
Brighton vill fá allt að 115 milljónir punda fyrir Baleba og er það upphæð sem United mun ekki borga.
United mun ekki hækka boð sitt fyrir gluggalok og er allt útlit fyrir að Brighton vilji alls ekki selja leikmanninn.
Baleba gæti verið ódýrari á næsta ári en þegar 16 dagar eru í gluggalok þá er allt útlit fyrir að miðjumaðurinn verði áfram.