Chelsea er sagt vera móðgað eftir tilboð sem barst frá þýska félaginu Borussia Dortmund.
Dortmund hefur áhuga á miðjumanninum Carney Chukwuemeka sem er 20 ára gamall og þykir ansi efnilegur.
Dortmund vildi fá leikmanninn á láni með möguleika á að kaupa strákinn fyrir um 15 milljónir punda.
Chelsea hló að því tilboði en liðið vill fá allt að 30 milljónir í sumarglugganum og er leikmaðurinn til sölu.
Chelsea reynir að losa fleiri leikmenn fyrir gluggalok og vill fá inn bæði Xavi Simons og Alejandro Garnacho.