Það eru fáir ef einhverjir sem hefðu tekið sömu áskorun og maður að nafni Frank Ilett sem er mikill stuðningsmaður Manchester United.
Ilett hefur ekki farið í klippungu í tæplega eitt ár en ástæðan er hans lið, United.
Það eru um 300 dagar síðan Ilett tók þessari áskorun en hann er nú kominn með ansi mikið hát og viðurkennir að það hann eigi í smá erfiðleikum með að aðlagast þessum nýja stíl.
Hann lofaði því að klippa sig ekki þar til United myndi vinna fimm leiki í röð sem gerðist ekki á síðasta tímabili.
Þessi áskorun hefur vakið athygli um allan heim en Ilett er kominn með um 200 þúsund fylgjendur á Instagram.
Ilett tók þessu veðmáli eða áskorun í október í fyrra og verður nú að vona að félagið geri betur í vetur svo hann fái loksins frið frá hárinu.