Bruno Fernandes hefur tjáð sig um samskipti við forseta Al-Hilal í Sádi Arabíu sem vildi fá hann til félagsins í sumarglugganum.
Fernandes er fyrirliði Manchester United en hann hafði engan áhuga á að semja í Sádi og er aðeins einbeittur að verkefninu í Manchester fyrir tímabilið.
United er talið hafa hafnað risatilboði í Fernandes sem hefði tvöfaldað laun sín með því að skrifa undir við liðið í Sádi.
,,Ég veit auðvitað að peningar skipta mestu máli í fótboltanum. Ég veit hversu mikið félagið hefði getað fengið fyrir mig og veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu,“ sagði Fernandes.
,,Ég ræddi við forseta Al-Hilal og tjáði honum að ég hefði aldrei íhugað að fara, ef félagið vill selja mig þá þarf ég að taka ákvörðun en ef ekki þá þarf ég ekki að hugsa um neitt því ég vil spila hér áfram.“
,,Ég hefði vissulega grætt mikið á þessum skiptum en þetta er eins og það er. Ég mun aldrei sjá eftir þessu því ég er á þeim stað sem ég vil vera á.“