Fulham er sagt vera á eftir sóknarmanninum Rasmus Hojlund sem virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Manchester United.
Þetta kemur fram í frétt Daily Mail en Hojlund er sjálfur ákveðinn í að vera áfram hjá United í vetur.
AC Milan hefur einnig sýnt leikmanninum áhuga en hann er 22 ára gamall en hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford.
Danninn hefur skorað 26 mörk í 95 leikjum fyrir United og er útlit fyrir að hann fái lítið sem ekkert að spila á tímabilinu.
Fulham er nú óvænt að blanda sér í baráttuna um leikmanninn en félagið hefur aðeins fengið inn einn leikmann í glugganum hingað til.