Yoane Wissa mun ekki spila með Brentford í fyrsta leik tímabilsins en þetta hefur stjóri liðsins staðfest.
Keith Andews er stjóri Brentford í dag en hann tók við keflinu af Thomas Frank sem hélt til Tottenham.
Andrews segir að Wissa verði ekki með gegn Nottingham Forest á sunnudag og gefur það sterklega í skyn að hann sé á förum frá félaginu.
Newcastle er að reyna að semja við þennan öfluga framherja sem skoraði 19 mörk á síðasta tímabili.
Andrews viðurkennir að Wissa sé að horfa í kringum sig og að hausinn sé ekki á réttum stað fyrir fyrsta leikinn um helgina.