fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Pressan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung móðir heldur því fram að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum á kaffihúsi eftir að þriggja ára dóttir hennar ýtti marmaraborði um koll og braut það. Borðið var að verðmæti 1.600 dala eða um 195 þúsund krónur.

Atvikið átti sér stað á Hazelnut Cafe í Lavallette í New Jersey í Bandaríkjunum. Í öryggismyndavél má sjá stúlkubarnið berja borðið með fætinum á meðan móðir hennar, Kathy Denman, beið í röð til að borga fyrir kaffið og ísinn þeirra. Móðir Denman, 76 ára, var með þeim og sat hjá barninu.

„Ég var algjörlega niðurlægð og vandræðaleg,“ segir Denman í myndbandi á TikTok. Bætir hún því við að hún hafi grátið síðan atvikið átti sér stað, sem olli því að næstum 50 kílóa marmaraborðið hrundi til jarðar.

@beautihut Broken table: $1600 – shame, embarssement, and mean girls robbing your dignity: priceless. I know I wasn’t put together and dolled up, but couldnt you have been just a bit kind? #meangirls #badbusiness #embarrassing #kidsoftiktok #momsoftiktok #needadvice #venting #rant #momlife #fyp ♬ original sound – Beautihut

Denman hélt því fram að stjórnendur kaffihússins hefðu sagt henni að hún „fengi ekki að fara“ fyrr en hún hefði gefið upp ökuskírteini sitt og kreditkortaupplýsingar til að greiða fyrir borðið, þrátt fyrir að hafa strax boðist til að greiða fyrir skemmdirnar. Segir Denman að síðar hafi einn eigenda kaffihússins sagt við hana í símtali: „Stefna okkar er: Þú brýtur það, þú borgar fyrir það.“

Segist hún hafa verið í 20 mínútur í viðbót á staðnum meðan viðskiptavinir hjálpuðu til við að tína upp brot borðplötunnar. Enginn slasaðist við atvikið.

Síðan óhappið átti sér stað birti Denman, yfirlýsingu á TikTok þar sem hún sagði að hringt hefði verið frá kaffihúsinu og hún beðin afsökunar á „hvernig komið var fram við fjölskyldu okkar,“ skrifaði hún. „Við viljum halda áfram friðsamlega og viljum ekki tjá okkur frekar um þetta mál.“

Kaffihúsið birti yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem þeirra hlið var lýst.

„Eftir atvikið hringdum við persónulega í móður barnsins til að lýsa yfir áhyggjum okkar, bjóða fram stuðning okkar og deila beinum samskiptaupplýsingum okkar ef hún þyrfti á einhverju að halda. Sem viðbótarvarúðarráðstöfun höfum við síðan fjarlægt öll borð af stöðum okkar til að útiloka alla hættu á svipuðum atvikum.“

Fullyrða eigendurnir að þeim mæðgum hafi ekki verið meinað að yfirgefa staðið og segja þeir að Denman verði ekki kærð fyrir skemmdirnar.
„Við erum afar þakklát fyrir að þriggja ára stúlkan, amma hennar, móðir og allir viðskiptavinir sem voru viðstaddir séu óhultir og ómeiddir.“

Hazelnut Cafe er hluti af Hazel Boutique, heimilisvöru- og fatamerki með fjórar verslanir í New Jersey. Það er í eigu tvíburasystranna Kimberly og Jennu Campfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála