Bayern München hefja viðræður um Christopher Nkunku hjá Chelsea. Samkvæmt frétta talkSPORT hafa Þýskalandsmeistararnir hafið viðræður um franska landsliðsmanninn.
Bayern sýndi honum áhuga í janúar, en þá þótti verðmiði Chelsea of hár. Fór enska félagið þá fram á 60 milljónir punda,
Þó að Bayern vilji helst lánssamning með kauprétti hefur varanlegur samningur ekki verið útilokaður.
Chelsea er nú tilbúið að sætta sig við að tapa peningum á Nkunku, sem þeir keyptu fyrir 52 milljónir punda árið 2023 frá RB Leipzig.