Ryan Gravenberch viðurkennir að hann hafi verið að missa vitið hjá Bayern Munchen áður en hann hélt til Liverpool árið 2023.
Hollendingurinn fékk lítið að spila í Þýskalandi en vann samt sem áður þýska meistaratitilinn með stórveldinu.
Hann er þakklátur fyrir foreldra sína sem fluttu að lokum til Þýskalands til að sjá um son sinn sem átti í erfiðleikum.
Gravenberch hefur síðan þá staðið sig virkilega vel og er einn af lykilmönnum Liverpool sem vann deildina í vetur.
,,Ég var að verða klikkaður. Sem betur fer þá fluttu foreldrar mínir með mér til Þýskalands. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði búið einn í borginni,“ sagði Gravenberch.
,,Þetta var svo erfitt fyrir mig andlega. Ég var ánægður með að vinna titilinn en ég átti lítinn þátt í þeim sigri.“
,,Ég veit að ég var þarna ásamt öðrum að fagna en mér leið ekki eins og sigurvegara, þetta var allt öðruvísi en aðrar upplifanir.“