Víkingur Reykjavík er úr leik í Sambandsdeildinni eftir leik við danska stórveldið Bröndby í kvöld.
Víkingar stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum hér heima og unnu 3-0 sigur og voru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.
Það voru margir blóðheitir stuðningsmenn Bröndby mættir á völlinn til að styðja sitt lið sem varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik.
Clement Bischoff var rekinn af velli eftir 18 mínútur og var liðið manni færri nánast allan leikinn.
Þrátt fyrir það vann Bröndby 4-0 heimasigur en þrjú af þeim mörkum komu í seinni hálfleik.
Breiðablik er einnig úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-1 tap gegn Zrinjski Mostar en fyrri leiknum lauk 1-1 úti.