fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

Pressan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 03:15

3I/ATLAS er á hraðferð um sólkerfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

3I/ATLAS er óþekktur hlutur sem stefnir hraðbyri í átt að jörðinni. Hann uppgötvaðist 1. júlí og vitað er að hann varð ekki til hér í sólkerfinu. Líklega hefur hann verið á ferð um alheiminn í langan tíma. Prófessor við Harvard háskólann segir að þetta sé hugsanlega geimskip og ef það nái til jarðarinnar, „gæti það bjargað okkur eða útrýmt okkur“. Hann segir að hluturinn geti náð til jarðarinnar eftir 113 daga frá deginum í dag.

Daily Star og Unilad skýra frá þessu og segja að Avi Loeb, prófessor við Harvard háskólann, fylgist náið með ferðum hlutarins.

Vísindamenn hafa sett fram ýmsar kenningar um hvað þetta er, sumir segja halastjarna og aðrir segja að þetta sé einfaldlega efni úr geimnum. Loeb segir að hluturinn geti vel verið „tæknilega hannaður“ og ef þetta sé geimfar þá sé það hugsanlega með minna geimfar meðferðis eða jafnvel vopn. Hann segir að hluturinn geti náð til jarðarinnar á tímabilinu frá 21. nóvember til 5. desember.

Enginn hlutur hefur, svo vitað sé, farið jafn hratt í gegnum sólkerfið og 3I/ATLAS miðað við það sem vísindamenn hafa séð til hlutarins með aðstoð Hubble geimsjónaukann.

Þetta er þriðji hluturinn, sem á ekki uppruna hér í sólkerfinu, sem heimsækir okkur á síðustu átta árum. 3I/ATLAS fer tvisvar sinnum hraðar en hinir tveir hlutirnir og virðist vera mun stærri.

Loeb segir að mikilvægt sé að afla eins mikilla gagna um hlutinn og hægt er til að sjá hvernig hlutur þetta er. Ef hann sýni „merki um vitsmuni“ þá „geti framtíð mannkynsins orðið allt öðruvísi en fortíðin“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi