Dele Alli var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Englands en hann er 29 ára gamall í dag og spilar með Como.
Alli virðist vera á förum frá Como en hann spilaði einn leik eftir komu til félagsins og fékk rautt spjald í leim leik.
Alli var verðmetinn á 100 milljónir punda árið 2018 en hann var þá leikmaður Tottenham og var gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu.
Englendingurinn yfirgaf Tottenham 2022 og samdi við Everton þar sem hann spilaði lítið og var lánaður til Besiktas.
Athygli vekur er að þessi fyrrum landsliðsmaður Englands er aðeins virði tvær milljónir punda í dag þrátt fyrir að vera enn aðeins 29 ára gamall.
Alli lék 37 landsleiki fyrir England frá 2015 til 2022 og skoraði 67 mörk í 269 leikjum fyrir Spurs á sjö árum.
Hann hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin ár en frá 2021 hefur Alli alls tekið þátt í 27 leikjum og skorað þrjú mörk.