fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Pressan
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 20:30

Matt Barr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mjög vandræðalegt slys,“ segir hinn breski Matt Barr við Jam Press um meiðsli sín eftir að hann datt í sturtunni heima hjá sér og handleggsbrotnaði.

Barr er þeim kosti gæddur, eða galla eftir hvernig litið er á það, að vera einkar vel vaxinn niður. Getnaðarlimur hans er 14,5 tommur að lengd, eða 36,83 sentimetrar, og er Barr sagður vera með „stærsta læknisfræðilega sannað typpi í heimi“. 

Þeir sem vilja líta undrið augum geta heimsótt Reðursafnið á Hafnartorgi, en þar er afsteypa af tittlingi Barr, sem þannig hlýtur að flokkast sem Íslandsvinur.

Margur gæti haldið að það væri frábært að vera með stórt typpi, en Barr segir í bók sinni sem kemur út í ár, Löng saga: Lífið með einum af stærstu typpum heimsins (e. A Long Story: Life With One Of The World’s Largest Penises), að drjólanum fylgi alls konar erfiðleikar; við að klæða sig, yfirlið í reisn og undarlegar stellingar. Og nú síðast, sturtuferð sem endaði með slysi.

„Eitt af vandamálunum við að vera svona stór, sérstaklega í heitum sturtum, er að það er ekki beint auðvelt að sjá fæturna á mér. Þegar ég var að flýta mér að gera mig kláran í vinnuna sá ég ekki umfram sturtugelið í baðkarinu því typpið mitt var það eina sem var í augnlínunni. Ég rann á sturtugelinu, sem varð til þess að ég datt á höfuðið og braut á mér handlegginn á hörðu gólfinu.“

Barr hlaut tvö beinbrot af byltunni, óbærilegan sársauka og þarf að vera í fatla.

„Ég hef lent í minniháttar föllum áður, en aldrei neinu svona alvarlegu. Venjulega hefur það bara verið þegar ég hef verið í sturtu með öðrum með sér.“

Segist Barr alltaf verið kvíðinn fyrir að fara í almenningssturtur vegna viðbragðanna sem skaufi hans fær, en nú sé hann líka kvíðinn að sturta sig heima. Barr hefur því ákveðið að sturta sig sjaldnar og hefur auk þess fjárfest í baðmottu svo hann sé ólíklegri til að missa fótfestuna jafnvel þótt besefinn skyggi á útsýnið.

„Þetta er eitt af mörgum minniháttar atriðum sem enginn hugsar um þegar kemur að því að hafa óeðlilegan líkama,“ sagði Barr. „Þó ég sé ferlega klaufskur almennt, þá hjálpar það ekki að ég er með aðra líffærabyggingu en flestir.“

Fyrir slysið hafði Barr ætlað að fara í sólarlandaferð, en ákvað að fresta henni eftir slysið. Barr hefur þó lent í vandræðum í slíkum ferðum og jafnvel verið beðinn að yfirgefa sundlaugarsvæði þegar sundbuxurnar gera lítið til að skýla stórum félaga hans.

„Ég fer ekki í venjulega pakkaferð eða í sundlaug á hóteli með öllu inniföldu, en það hefur hjálpað mér að leita lengra og finna rólegri staði,“ sagði hann.

Barr segist aðspurður ekki ætla að nýta sér félagann til að verða frægur eða ríkur  í gegnum OnlyFans.

„Ég er viss um að ef ég væri 20 árum yngri, þá hefði ég gert það vegna þess að ég væri meira einbeittur að því að tryggja að foreldrar mínir væru vel settir, ég væri stöðugt í ræktinni, allt þetta.“

Fræðast má um Barr á heimasíðu hans.

Fyrir rúmu ári mætti Barr í viðtal í This Morning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins