fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Pressan
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 17:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndskeið af ringulreið sem skapaðist um borð í flugvél Breeze Airways sýnir flugfreyju reyna að halda farþega niðri með plastböndum, en hann ýtir sér fram hjá og stendur andspænis henni.

„Þetta er það síðasta sem þú ætlar að gera við mig,“ má heyra hann segja við flugfreyjuna. „Hættu! Þú þarft að setjast niður!“ krefst hún á meðan farþeginn brosir og neitar. Flugfreyjan bað aðra farþega og starfsmenn að hjálpa henni að ná stjórn á aðstæðunum og hjálpa til við að halda manninum niðri. Sekúndum síðar gengur stór maður og tekur auðveldlega undir handleggina á manningum og ber hann eins og barn gegnum ganginn í flugvélinni og setur hann niður í sætið sitt.

Flugdólgurinn, David Leroy Carter, 46 ára íbúi í Los Angeles, var handtekinn af lögreglunni í Colorado síðdegis á miðvikudag fjórum klukkustundum eftir að flugið hófst frá Norfolk í Virginíu.

@mysaltylove_ Replying to @House Ok so here’s the OG video w/out the sound over it. Everyone needed to hear “SITCHOASSDOWN CUH!” 🤣🤣 #jet2holiday #breezeairways #MX704 ORF TO LAX #mysaltylove ♬ original sound – ⭕️💎MYSALTYLOVE💎⭕️

Lögreglan í Grand Junction sagði að starfsfólk flugfélagsins hefði bundið Carter, sem var ölvaður, tvisvar niður á meðan fluginu stóð, en honum tókst að losa sig í bæði skiptin. Vélinni var vísað frá flugvellinum í Grand Junction í Colorado.

„Þetta er rannsókn sem stendur yfir og allar frekari upplýsingar og ákærur verða birtar af bandarísku alríkislögreglunni,“ segir í yfirlýsingu FBI, sem sagði að ákærur yrðu lagðar fyrir bandaríska saksóknaraembættið í Colorado, en gaf ekki upp hvaða ákærur Carter stendur frammi fyrir.

Carter er sakaður um að hafa austið kynþáttafordómum að starfsfólki, losað sig tvisvar úr öryggisbeltunum og veifað hjólabretti með ógnvekjandi hætti.

Breeze Airways sagði við NBC Los Angeles að hlúið hefði verið að minniháttar meiðslum hjá einni flugfreyju og einum farþega.

„Við einbeitum okkur nú að því að annast áhöfn okkar og aðra farþega sem hafa orðið fyrir óréttmætum óþægindum vegna þessa óheppilega atviks og koma þeim örugglega á áfangastað eins fljótt og auðið er,“ sagði flugfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins