Manchester City gæti reynt að koma í veg fyrir fyrirhuguð kaup Chelsea á hollenska sóknarmanninum Xavi Simons.
Samkvæmt talkSPORT hefur 22 ára leikmaðurinn þegar náð samkomulagi um persónuleg kjör við Chelsea, en félögin hafa ekki enn samið um kaupverð.
Þetta gæti gefið City færi á að grípa inn í, þó áhuginn sé háður því að leikmenn fari frá félaginu.
Savinho hefur verið orðaður við Tottenham, James McAtee er á leið til Nottingham Forest og Jack Grealish hefur farið á láni til Everton.
Fjölhæfni Simons, sem getur leikið bæði á miðju og á kantinum, gæti komið sér vel fyrir Pep Guardiola sem stendur frammi fyrir því að vera með þunnskipaða sóknarlínu.