fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 09:30

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að ungir karlmenn séu sá hópur sem er í mestri hættu með að þróa með sér spilavanda. Hann kallar eftir skýrari og harðari lagasetningu í þessum efnum því erlendar veðmálasíður, sem eru ólöglegar á Íslandi, starfi þó hér óáreittar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Eysteinn skrifar:

„Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum.“

Eysteinn segir enn fremur:

„Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ.“

Stjórnvöld verða að tryggja betri lagasetningu

Eysteinn segir að stjórnvöld verði að tryggja að gildandi lög verji börn og ungmenni í raun fyrir ólöglegri veðmálastarfsemi með skilvirkum aðgerðum.

Hann hvetur jafnframt til þess að foreldrar ræði við börn sín um hættur veðmála og að félög bjóði upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara, dómara og aðra sem koma að knattspyrnu.

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum
433Sport
Í gær

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk
433Sport
Í gær

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara