Guðmundur Magnússon er orðinn leikmaður Breiðabliks í efstu deild en þetta var staðfest í kvöld.
Fram staðfestir brottför leikmannsins en hann skrifar undir lánssamning út tímabilið.
Guðmundur raðaði inn mörkum fyrir Fram 2022 en hefur spilað minna hlutverk undanfarin tvö tímabil.
Um er að ræða uppalinn Framara sem er mikill fengur fyrir Blika sem eru að berjast um toppsætið.
Framherjinn hefur spilað 13 leiki í deild í sumar og skorað í þeim tvö mörk.