fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Marcos Rojo hefur skrifað undir samning við Racing í Argentínu og kemur til félagsins frá Boca Juniors.

Rojo var í raun skipað að yfirgefa Boca í sumar en ljóst var að þessi fyrrum varnarmaður Manchester United ætti ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Rojo hefur hingað til verið með fullt nafn eða ‘Marcos Rojo’ á bakhlið treyju síns liðs en má hins vegar ekki gera það sama hjá Racing.

Ástæðan er í raun ansi skrítin en það er vegna erkifjenda Racing í Independiente sem eru oft kallaðir ‘El Rojo’ eða ‘Þeir Rauðu.’

Rojo mun þess vegna notast við ‘Marcos R.’ á bakinu á tímabilinu en hann verður líklega einn af lykilmönnum Racing.

Rojo spilaði með United í sjö ár en hefur undanfarin fimm ár leikið í Argentínu sem er hans heimaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör