fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Pressan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 07:00

Greene og Loomer deila harkalega þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Loomer, sem er mjög hægrisinnaður áhrifavaldur, og Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafa tekist harkalega á undanfarið og hafa skotin gengið á víxl á samfélagsmiðlum.

Þær eru báðar einarðar stuðningskonur MAGA-stefnu Donald Trump en það slettist upp á vinskapinn vegna ólíkra sjónarmiða þeirra varðandi stuðning Trump við hernað Ísraels á Gasa.

Loomer, sem er gyðingur, styður hernað Ísraels, en Greene hefur haldið fast við þá stefnu sína að Bandaríkin eigi ekki að skipta sér af stríðum utan landsteinanna. Hún hefur sagt hernað Ísraels á Gasa vera „þjóðarmorð“.

The Independent segir að deilur þeirra hafi magnast mjög eftir að Loomer sakaði Greene um að hafa haldið framhjá þáverandi eiginmanni sínum „eins og hóra“. Nú síðast sakaði hún Greene um að taka fjármuni ólöglega úr kosningasjóði þingkonunnar og láti eina af dætrum sínum fá það.

Loomer skrifaði þetta á X á þriðjudagskvöldið og vitnaði í gögn frá Federal Election Commission: „Greene notar kosningasjóð sinn til að auðga dóttur sína, Taylor Greene Robinson, en hún hefur látið henni 113.279 dollara í té í formi „launagreiðslna“ frá í mars 2024 þrátt fyrir að dóttir hennar búi ekki í Georgíu heldur Texas.“

Þessi ummæli lét Loomer falla eftir að Greene gaf í skyn að ísraelska leyniþjónustan láti Loomer fjármagn í té. „Hún er ekki MAGA, hún er MIGA“ skrifaði hún á X og vísaði þar til slagorðsins „Make Israel Great Again“ og bætti við: „Margir spyrja sig hver eða hvaða ríkisstjórn eða leyniþjónusta fjármagnaði tvö misheppnuð þingframboð Loomer.“

Loomer svaraði þessu og sagði að Greene geti ekki leyft sér að ljúga og saka almenna borgara um að vera útsendara leyniþjónustu og sagðist sjálf hafa fjármagnað framboð sín. Hún bætti síðan við: „Þú lagðir fjölskyldu þína í rúst með því að halda framhjá eiginmanni þínum með kynlífsgúru og í að minnsta kosti 4 mánuði hefur þú ekki gert annað en að dæla út lygum um stjórn Trump því þú færð ekki næga athygli frá stjórn Trump. Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra.“

Þetta byggir hún væntanlega á umfjöllun Daily Mail frá því í febrúar 2021 þar sem miðillinn sagði að Greene hefði haldið framhjá eiginmanni sínum með „kynlífsgúrú“ einum. Greene vísaði þessari frétt algjörlega á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi