Damil Dankerlui hefur samið við Stjörnuna og er þriðji erlendi leikmaðurinn sem félagið fær í dag á lokadegi félagaskipstagluggans.
DAmil er 28 ára bakvörður sem kemur til okkar með yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands, þar sem hann lék með Ajax, Willem II og FC Groningen.
Meira:
Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone
Fyrr í dag fékk félagið tvo landsliðsmenn frá Sierra Leone
Hann hefur einnig spilað í Grikklandi með Panserraikos og síðast með heimaliðinu Almere City.
Hann er hraður, sterkur í varnarleik og með mikla reynslu gegn sterkustu sóknarmönnum Hollands. Damil er einnig landsliðsmaður fyrir Surinam og hefur tekið þátt í undankeppni HM og Gold Cup.