Madelene Wright knattspyrnukona á Englandi hefur fengið nýtt félag en hún hefur samið við Chatam Town sem leikur í utandeildinni.
Wright er 26 ára gömul og hefur mikið verið í fréttum en eftir að hafa verið rekinn frá Charlton hefur hún þénað peninga með öðrum hætti.
Wright hefur verið að selja erótískt efni á Onlyfans og þénað vel.
Hún var efnileg á yngri árum en var rekinn frá félagi sínu á þeim tíma, Charlton, eftir röð hneyksla. Átti þetta sér stað árið 2020.
Wright hafði deilt myndböndum af sér að taka inn hláturgas, sem er ekki vel liðið innan fótboltans. Hún stoppaði alls ekki þar. Annað myndband fór í umferð af henni að drekka áfengi á meðan hún brunaði áfram á bifreið sinni.
Þriðja myndbandið var svo síðasti nagli í kistu Wright hjá Charlton. Þar sást hún stunda kynlíf á meðan hún talaði í símann. Charlton fékk nóg og lét hana fara vegna þessa stöðugu vandræða utan vallar.
Wright sneri sér að allt öðru eftir þetta, OnlyFans, þar sem hún birti djarft efni fyrir áskrifendur gegn gjaldi. Gerði hún það í kjölfar þess að hafa haslað sér völl á Instagram.
Það var ekki það eina sem hún tók sér fyrir hendur, heldur streymi hún einnig tölvuleikjum og gátu aðdáendur fylgst með þar sömuleiðis.
Árið 2023 ákvað Wright svo að tími væri til kominn að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Skrifaði hún þá undir hjá Leyton Orient en stoppaði stutt þar.
Hún er nú mætt aftur í boltann og verður eflaust mikið í fréttum vegna þess.