Samkvæmt fréttum á Spáni hefur Manchester United farið í það að hóta Antony kantmanni félagsins em hefur ekki viljað taka tilboðum í sumar.
Antony fór á láni til Real Betis í janúar og átti góða tíma þar, Betis hefur hins vegar ekki efni á því að kaupa Antony.
Lið í Sádí Arabíu og Tyrklandi hafa haft áhuga á að kaupa Antony sem hefur ekki viljað svara þeim tilboðum.
United hefur því hótað því að Antony skuli fara að skoða þessi tilboð, vill félagið selja hann en ekki lána hann út.
Segir í fréttum að Antony hafi fengið þau skilaboð að ef hann fari ekki á næstu dögum muni félagið láta hann sitja í varaliðinu fram í janúar.