Erling Haaland framherji Manchester City er að gíra sig fyrir nýtt tímabil og ákvað því að fá sér nýjan glæsilegan bíl.
Haaland fékk sér Shelby Super Snake F-150 bíl sem kostar um 200 þúsund pund.
Bíllinn er amerískur fáki sem sést ekki oft á götunum í Bretlandi og vekur því athygli.
Haaland er mikill áhugamaður um bíla en eftir að laun hans hækkuðu í 900 þúsund pund á viku hefur hann verið duglegur að kaupa sér bíla.
Haaland var talsvert meiddur á síðustu leiktíð en hann vonast til þess að ná flugi í ár og koma City aftur á toppinn.