Tom Heaton markvörður Manchester United er í leiðtogahópi Manchester United sem var skipaður á dögunum, Ruben Amorim vill að hann taki á helstu vandamálum hópsins.
Amorim skipaði Heaton, Bruno Fernandes, Harry Maguire, Diogo Dalot, Lisandro Martinez og Noussair Mazraoui í hópinn.
Amorim vill að hópurinn leysi öll minni vandamál frekar en að þau rati til þjálfarateymisins.
„Já við höfum gert það en það er bara eðlileg vandamál,“ segir Heaton um stöðu mála.
„Þetta snýst um að taka á litlu hlutunum. Þetta snýst um að hjálpa fólki, að við séum að fara í sömu átt sem hópur.“
Ruben Amorim sagði á undirbúningstímabili sínu að það hefði of oft á síðustu leiktíð komið mál inn til hans sem hann á ekki að sjá um.